Það er engin lagaleg óvissa

Láttu aðra vita

Árni segir enga lagalega óvissu vera um þetta „nema í hausnum á þeim sem hafa hagsmuni af því að selja áfengi.“

“Ef Hagkaup er illa við verslunarfyrirkomulag í landinu þá eiga þau að beita sér fyrir breytingum á réttum stöðum, þ.e.a.s. í gegnum Alþingi. Það er ákveðin tegund af ofbeldi að taka lögin í sínar hendur. Það er algjörlega fyrir neðan virðingu Hagkaupa. Við getum ekki byggt samfélagið á því að manni finnist eitthvað og svo gerir maður það bara. Mér finnst þeir vera lentir í ógöngum með þetta sem virðulegt fyrirtæki, þeir eru komnir út í móa með allan sinn málatilbúnað og eru sjálfum sér til skammar.“

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-engin-lagaleg-ovissa-2/