Með Fréttablaðinu í dag kom auglýsingabæklingur frá Hamborgarfarbikkunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá telja Hamborgarfabrikkumenn að augljós og lögvarin réttindi barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður sé ritskoðun? Sorglegt ef viðhorf fyrirtækisins til barna og ungmenna er með þessum hætti?
ágú 20
Ritskoðun
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ritskodun/
6 comments
Skip to comment form
Hérna í Danmörku hafa áfengisauglýsingar ekki nein þau áhrif sem fólk á þessari vefsíðu telur sig vera að finna í íslensku þjóðfélagi. Enda eru þau áhrif sem fólk sem stendur á bak við þessa vefsíðu eitthvað sem er ekkert annað en skáldskapur og áróður spuni af verstu gerð. Ég hef aldrei drukkið áfengi. Aftur á móti skil ég ekki fólk sem leggur mikið á sig að troða sínu eigin siðgæði upp á aðra eins og hérna er verið að gera. Ábyrgðin er fyrst og fremst foreldra. Ábyrgð auglýsenda er auðvitað alltaf einhver og mun alltaf verða einhver. Það þýðir þó ekki að foreldrar eigi að ganga frá þessu alveg ábyrgðarlaust eins og hérna er verið í raun að gera. Það sem er stundað hérna er hroki, hræsni og fátt annað.
Ég legg til að foreldrar í þessu samtökum fari núna að taka ábyrgð á uppeldi barna sinna og hætti að kenna t.d áfengisauglýsingum um ef illa fer. Það þarf ekki mikið til.
Author
“Hérna í Danmörku hafa áfengisauglýsingar ekki nein þau áhrif…” Danir eiga heimsmet í unglingadrykkju ? Það væri nokkur kostur ef þú kynntir þér málefnið betur þ.e.a.s ef markmiðið með þessum skrifum hjá þér er eitthvað annað en almennur pirringur :)
Author
Kurteisi er ókeypis – og fordómafullar ráðleggingar óþarfar – og svo gæti verði gott að kíkja í dönsku blöðin t.d. politiken.dk/debat/profiler/filosofferne/ECE2206636/forbyd-alkoholreklamer-og-stop-vores-verdensrekord-i-druk/ – eigðu að öðru leiti góðar stundir
Author
:) önnur tillaga væri að þú kynntir þér fjölmargar opinberar skýrslur um áfengisneyslu danskar ungmenna. Kurteisi er ókeypis – vinsamlegast virtu það í “samskiptum” við okkur.
Það er miklu betra að banna allt og gera allt af “taboo” umræðuefni. Sem engin þorir að tala um því fólk eins og þið byrjið að babla um að allir séu að skemma börnin. Hvernig væri bara að tala við þau á eðlilegum nótum, þú mátt ekki drekka áfengi fyrr en 20 ára aldri er náð, það stendur í lögum. Hvað hafa auglýsingar á víni með það að gera. Sveigir það reglunar og að því við erum að auglýsa þetta þá meiga unglingar drekka? Eigum við ekki að banna áfengi aftur, gekk svo vel síðast. Þessi forræðishyggja í ykkur endalaust er hræðileg. Haldið að rétta leiðin sé að banna og þagga niður. Mikið rosalega eru þið fáfróð kæra fólk. Mér finnst ekki í lagi að borða skyndibita í öll mál og fer það verra með heilsuna heldur en áfengisdrykkja og ef þú ætlar að hafa eitthvað við þessari alhæfingu að segja skaltu kynna þér málið betur en samt eru í gangi í dag eflaust uppí hundraðið af skyndibitaauglýsingum. Ekki eru þið að missa vatnið yfir því, nei afhverju? því þið segið börnunm ykkar að borða hollan mat er gott og óhollan mat vont. Hvað er svona flókið við það að hafa hemil á barninu þínu. Eru þið svona lélegir foreldrar að þið getið ekki haft minnstu áhrif á hvernig líf krakkin lifir?
Author
Í áfengislögum nr. 75/1998, 20. grein segir: Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda.
Börn og ungmenni eiga einfaldlega lagalegan rétt á því að verða laus við áfengisáróður
Ekki eru til sambærileg lög um skyndibita og ég átta mig ekki á því hvort þú ert að leggja til að slíku verði komið á? Við höfum enga sérstakan áhuga á slíku og því óþarfi að gera okkur upp einhverja skoðanir í þeim efnum sem og að ýja að því að við sem erum í þessum samtökum séum lélegir foreldrar og fáfróð. Slíkt eyðileggur bara fyrir þér og þeim skoðunum sem þú er að myndast við að koma að framfæri.