feb 14
Lýðheilsa og áfengi
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/lydheilsa-og-afengi/
jan 07
Kærir sig
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/kaerir-sig/
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ef-thingflokksformadurinn-taeki-nidur-frjalshyggjugleraugun/
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/753-2/
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/synum-hug-okkar-i-verki/
júl 12
Smásala áfengis á Íslandi í gegnum vefsíðu/app eru ekki erlend (net)viðskipti
Verslun með áfengi er ekki einkamál áfengisiðnaðarins og áfengisstefnu í samfélaginu er ekki hægt að byggja á þeim forsendum. Almannahagsmunir, velferðar- og lýðheilsusjónarmið eru mun mikilvægari en einkahagsmunir. Áfengisiðnaðurinn hefur ekkert umboð til breytinga en fer sínu fram að virðist átölulaust? Lýðheilsumat eða nokkur önnur úttekt á afleiðingum breytinga á ríkjandi áfengisstefnu eru ekki fyrir hendi? Á sviði framkvæmda í samfélaginu er vart velt við steini nema fyrir liggi umhverfismat?
Í fjölda ára hefur verið heimilt að flytja inn áfengi til eigin nota og það löngu áður en að netið kom til sögunar. Áhugafólk hefur gjarnan nýtt sér þessa leið og lagalega er engin ágreiningur um þetta fyrirkomulag. Fólk getur keypt áfengi til eign nota erlendis, flutt hingað hvort sem það tekur það með sér sem ferðalangar eða flytur inn með öðrum aðferðum og greiðir viðkomandi gjöld af vörunni.
Þetta á ekkert skylt við smásölu áfengis nokkurra fyrirtækja hérlendis sem með röngu telja sig „erlendar“ netverslanir. Það er sorglegt að fjármálaráðherra hafi beitt sér gegn því að máli af þessum toga, sem vísað frá héraðsdómi af tæknilegum ástæðum (byggt á áliti eins dómara), væri áfrýjað til æðra dómstigs? Hér að neðan er tilvísun í reifun málsins sem sýnir í hnotskurn smásölu einkaaðila. (Leturbreytingar eru okkar þar sem hvorki nöfn né fyrirtæki skipta máli, efnisatriðin kjarna málið)
„Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu fékk stefndi, BBBBB, persónulega, skráð virðisaukaskattsnúmerið xxxxxxx þann xx. xxxx 20xx vegna atvinnurekstrar einstaklings, og sé það virðisaukaskattsnúmer gefið upp fyrir smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.AAA.is.
Kveður stefnandi að stefndi, BBBBB, hafi hins vegar hvorki leyfi til innflutnings áfengis né heildsölu. Enn fremur segir í stefnu að hið stefnda félag, AAA ehf., sé handhafi tímabundins starfsleyfis til áfengisinnflutnings og að stefndi, BBBBB, sé skráður ábyrgðarmaður leyfishafa. Skráð starfsemi stefnda, AAA ehf., sé heildverslun með drykkjarvörur og smásala á drykkjarvörum í sérverslunum. Stefndi, BBBBB, sé 100% eigandi, stefnda, AAA ehf., og eini stjórnarmaður þess.
Stefnandi byggir á því að stefndi, AAA ehf., virðist vera innflytjandi áfengis sem selt sé í smásölu í vefverslun á vefslóðinni www.AAA.is . Áfengi sé jafnframt afgreitt af lager á skráðu heimilisfangi stefnda, AAA ehf. Stefnandi kveður stefnda, AAA ERLENDIS vera félag skráð í XXlandi og að það sé í fullri eigu stefnda, BBBBB, sem jafnframt sé skráður forráðamaður þess. Stefndi, AAA ERLENDIS, sé með skráða kennitölu hérlendis, kt. xxxxxx- xxxx, sem gefin sé upp fyrir smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.AAA.is. Þá sé stefndi, AAA ERLENDIS, skráð fyrir fyrrgreindu léni í rétthafaskrá ISNIC. Reikningar hafi verið gefnir út í nafni AAA ERLENDIS vegna viðskipta við vefverslunina. Stefndi AAA ERLENDIS hafi þó hvorki leyfi til innflutnings áfengis til Íslands né heildsölu þess.
Fram kemur í málavaxtalýsingu í stefnu að þrátt fyrir einkarétt stefnanda hafi stefndu hafið smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.AAA.is í xxxx 20xx, þar sem neytendum sé boðið áfengi til sölu beint af innlendum lager. Á heimasíðu vefverslunarinnar komi fram að allar vörur sem boðnar séu til sölu í vefversluninni séu á lager á Íslandi og tilbúnar til afgreiðslu samdægurs eða í síðasta lagi næsta virka dag.
Stefnandi kveðst hafa hvoru tveggja kært starfsemi stefndu til lögreglu, sem og tilkynnt Skattinum um meint brot stefndu á skatta – og tollalögum en ekki verði séð að yfirvöld hafi brugðist við erindum hans. Þá hafi stefnandi gert leyfisveitanda, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, grein fyrir meintum brotum stefnda, AAA ehf., á skilyrðum innflutningsleyfis hans og mun sýslumaður hafa sent erindi hans til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem eftirlitsaðila með framkvæmd leyfisins. Stefnandi telur stefndu með háttsemi sinni brjóta gegn lögvörðum einkarétti stefnanda og valda honum tjóni. Sé honum því nauðugur sá kostur að höfða þetta mál.
Stefnandi telur alla stefndu eiga þátt í ólögmætri smásölu áfengis, sem farifram í vefverslun á íslensku vefslóðinni www.AAA.is. Það sé þó stefndi, BBBBB, sem haldi um alla þræði, sem 100% eigandi hinna stefndu félaga og skráður forsvarsmaður þeirra beggja. Stefnandi byggir á því að ekki geti skipt máli þótt erlent félag sé skráð fyrir léni vefverslunarinnar www.AAA.is þar sem vörurnar séu boðnar til sölu eða hvort einhvers konar reikningar séu gefnir út í nafni stefnda, AAA ERLENDIS. Telur stefnandi augljóst að um smásölu stefndu innanlands sé að ræða, sem brjóti gegn einkarétti stefnanda, hvort sem það telst vera erlendur eða innlendur aðili sem raunverulega býður vöruna til sölu, samþykkir pöntun, tekur á móti greiðslu eðaafhendir áfengið.
Innflutningsleyfi stefnda, AAA efh., veiti honum heimild til þess að selja eða afhenda áfengi til þeirra sem leyfi hafa til að framleiða, selja eða veita áfengi í atvinnuskyni, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 75/1998. Stefnda sé jafnframt heimilt að selja eða afhenda fyrirtækjum áfengi til iðnaðarnota, sem og að selja eða afhenda innflutt áfengi þeim sem njóta úrlendisréttar og í tollfrjálsar forðageymslur eða verslanir. Ákvæðið sé tæmandi en þar sé jafnframt tiltekið að innflutningsleyfi veiti leyfishafa ekki heimild til að selja áfengi í smásölu.
Þá segir í stefnu að á stefnda, BBBBB, hafi verið að skilja að sala stefnda, AAA ehf., til stefnda, AAA ERLENDIS, félli undir h-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 828/2005 um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni um að innflutningsleyfishafa sé heimilt að selja og afhenda áfengi til „sölu úr landi“. Ekki sé hins vegar að sjá að áfengið sé flutt úr landi eftir að stefndi, AAA efh. hafi flutt það inn, áður en það sé selt í vefversluninni, enda sé ljóst að stefndi, AAA ERLENDIS, þyrfti þá að flytja áfengið til landsins að nýju og greiða skatta og skyldur af innflutningnum. Til þess hafi hann ekki leyfi og hið sama eigi við um stefnda, BBBBB.
Hvorugur þeirra teljist til þeirra aðila sem framangreint ákvæði áfengislaga heimili handhöfum áfengisinnflutningsleyfis að eiga viðskipti við. Þrátt fyrir þetta virðist áfengið sem stefndi, AAA ehf., hafi flutt inn á grundvelli starfsleyfis síns með einhverjum hætti skipta um hendur áður en það sé selt í smásölu hérlendis, en virðisaukaskattur af þeim viðskiptum virðist innheimtur í nafni stefnda, BBBBB, og stefndi, AAA ERLENDIS, er sagður annast smásöluna. Stefnandi byggir á því að þáttur stefnda, AAA efh. í smásölu á áfengi í vefverslun á vefslóðinni www.AAA.is, hvort tveggja til einstaklinga og fyrirtækja, falli utan við framangreinda heimild leyfishafa og sé þannig ólögmætur.“
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/smasala-afengis-a-islandi-i-gegnum-vefsidu-app-eru-ekki-erlend-netvidskipti/