Previous Next

Áhrifavaldar fengnir til þess að auglýsa áfengi

Láttu aðra vita

Áfengisauglýsingum er beint að ungmennum hér á landi og dæmi eru um að fimmtán ára unglingar sjái slíkar auglýsingar á samfélagsmiðlum oft á dag. Smásölufyrirtæki sem selja áfengi á netinu nýta unga áhrifavalda til að auglýsa áfengi.

Sjá nánar https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/ag9n4e/ahrifavaldar-auglysa-afengi?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR0UPm4MWjxQR26pIAMrRf26ZoMad_TVBK5zYxu59q6wnwrbfr88W-UoxdU_aem_AWa5draJlQTXWIQCzLLllva2Cow2rneW5JRqfDWZLY-weQzdpVJz4tbd19FsICHnSOEVYsYRZXxFZYJY4zNnJIqw

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ahrifavaldar-fengnir-til-thess-ad-auglysa-afengi/

Þar sem er reykur, þar er …

Láttu aðra vita

Greinin birtist upphaflega á visir.is undir Skoðun 8.maí 2024 (https://www.visir.is/g/20242567945d/thar-sem-er-reykur-thar-er-)

Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum.  Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment)  og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni.  Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið.  En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill.  Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um.  Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. 

Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. 

Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt.  Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör.  Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. 

Það  kemur meðal annars  fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði,  eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau  fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna.

Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að.  Annar veigamikill  þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna.  Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi,  bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum  fjárhæðum í að normalisera  áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið.

Það kemur því ekki á óvart að   áfengisneysla barnanna (13-15 ára) hafi  aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum.

Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru  látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% hafa heyrt um að börn nálgist áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja.

Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin.

Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið.  Áfengisiðnaðurinn og eða  áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við.  Að stuðla að aukinni  áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við?  Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við  gegndarlausan  áróður og áreitni  áfengisbransans.   Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá  barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum.  Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin,  er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar.  Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið?  Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara.

Árni Guðmundsson

Félagsuppeldisfræðingur

Sérfræðingur í æskulýðsmálum  

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thar-sem-er-reykur-thar-er/

Góður fundur með félags- og vinnumálaráðherra

Láttu aðra vita

Forvarnarsamtök afhenda félags- og vinnumarkaðsráðherra áskorun þann 29. apríl 2024. Frá vinstri: Árni Guðmundsson, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Björn Sævar Einarsson, IOGT, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Árni Einarsson, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Aðalsteinn Gunnarsson, IOGT.

Breiðfylking forvarnarsamtaka átti fínan fund með félags- og vinnumarkaðsráðherra þann 29. apríl 2024. Erindið var að ræða félagslegar afleiðingar þess ef netsala áfengis, eins og hún er stunduð á Íslandi, verður látin viðgangast. Samtökin láta sig lýðheilsu og félagslega velferð varða. Þau tala fyrir því að velferð fólks gangi framar ólöglegri markaðsvæddri netsölu áfengis. Um þessar mundir ræða samtökin við forystumenn í stjórnmálum um hvernig tryggja megi að landslögum sé fylgt, ólögleg netsala áfengis stöðvuð og lýðheilsa varin eins og lög gera ráð fyrir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, tók vel á móti samtökunum. Rætt var um lýðheilsu þjóðarinnar, félagslega velferð og þýðingu hennar í því velsældarhagkerfi sem stefnt er að. Rætt var um hlutverk ÁTVR en hún hefur einkarétt samkvæmt lögum á smásölu og afhendingu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Sýn ráðherra og forvarnarsamtakanna fór saman í öllum atriðum.

Fundað með fleiri í forystu stjórnmálaflokka á næstunni

Á næstunni munu samtökin hitta fleiri ráðherra og forystufólk í stjórnmálaflokkum til að fara yfir málin. Nú þegar er búið að funda með dómsmálaráðherra. Í lok fundar afhentu samtökin ráðherra gögn. Einnig var afhent áskorun til alþingismanna frá 13. febrúar 2024 um að standa vörð um lýðheilsu og einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis.

Gögn afhent ráðherra:

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/godur-fundur-med-felags-og-vinnumalaradherra/

Ævintýraleg atlaga

Láttu aðra vita

Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar athyglisverða grein á Vísi um forvarnarmál – sjá hér:

https://www.visir.is/g/20242562179d

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/aevintyraleg-atlaga/

Athafnaleysi og ráðherraábyrgð

Láttu aðra vita

Dómsmálaráðherra gefur boltann á fjármálaráðherra
Dómsmálaráðherra gefur boltann á fjármála- og efnahagsráðherra í nýju svari til forvarnarsamtaka
við fyrirspurn þeirra. Forvarnarsamtök sendu samhljóma fyrirspurnir á dómsmálaráðherra og
fjármála- og efnahagsráðherra þann 27. mars 2024 um athafnaleysi ráðherra og ráðherraábyrgð
vegna ólöglegrar netsölu áfengis. Í svari dómsmálaráðherra segir „Vegna þeirrar netsölu sem vísað er
til í erindinu hefur áfengis- og tóbaksverslun ríkisins höfðað dómsmál á hendur tveimur fyrirtækjum.
Málunum var vísað frá héraðsdómi og hefur hvorki ÁTVR né fjármálaráðherra hafst frekar að, eftir
því sem næst verður komið.“


Beðið svara við fyrirspurn um athafnaleysi og ráðherraábyrgð
Forvarnarsamtök hafa komið því á framfæri um skeið að hið ólöglega ástand hefur varað í nokkur ár.
Samkvæmt lögum hefur ÁTVR einkarétt á sölu og afhendingu áfengis í smásölu á Íslandi. Nokkrir
netsalar selja og afhenda áfengi til neytenda hérlendis á innan við 30 mínútum eftir að pantað er.
Áfengið er selt af lager sem er hér innanlands. Þannig er komið á markaðsdrifnu ástandi í sölu áfengis
á Íslandi þvert á gildandi lög. Netsalarnir hafa ekki leyfi sýslumanns til þessarar sölu eins og lög, sem
falla undir dómsmálaráðherra, gera ráð fyrir. ÁTVR kærði hina ólöglegu netsölu í júní 2020 til
lögreglu. Lögreglan hefur ekki afgreitt kæruna þrátt fyrir að hafa haft málið á borðinu í tæp 4 ár.
Dómsmálaráðherra er sama um þetta ástand og heldur á lofti að stefnt sé að lagabreytingum til að
heimila hina ólöglegu sölu. Ekki er samstaða um slíkar breytingar á stjórnmálavettvangi og því orð
dómsmálaráðherra, um að yfirvofandi sé heimild til smásölu áfengis á netinu, innantóm. Við þessari
stöðu þarfa að bregðast. Sem stendur hefur forvarnarsamtökunum ekki borist svar frá fjármála- og
efnahagsráðherra við fyrirspurn um athafnaleysi og ráðherraábyrgð.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/athafnaleysi-og-radaherraabyrgd/

RÚV “allra” landsmanna

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ruv-allra-landsmanna/

Load more