Previous Next

Einbeittur brotavilji – Eru Hagkaup hafin yfir íslensk lög?

Láttu aðra vita

Hagkaup er ekki einhver bílskúrssala úti á Granda. Hagkaup er rótgróið og er…var virðulegt fyrirtæki sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóðanna, þ.e. okkar.

Nú ætla Hagkaup að hefja ólöglega áfengissölu og bera fyrir sig persónulegum og pólitískum skoðunum forsætis – og dómsmálaráðherra í þeim efnum? Hvorugt þeirra hefur lýsti yfir að slíkt athæfi sé löglegt. Þvert á móti

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja landsmenn til þess að sýna hug sinn í verki gangvart svona lögleysu og beina viðskiptum sínum annað. Virðingarleysi og hroki fyrirtækisins gagnvart lögum, opinberum lýðheilsumarkmiðum og vernd barna og ungmenna er fyrirtækinu til skammar.

Það ekki síður sorglegt, siðlaust og einstaklega óviðeigandi að lífeyrisjóðirnir okkar séu viðriðnir þessa brotastarfsemi.

Sýnum hug okkar í verki – Endilega deila þessu innleggi sem víðast

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/eru-hagkaup-hafin-yfir-islensk-log-2/

Hér eru upptökur frá athyglisverðum málþingum (webinar) WHO Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/her-eru-upptokur-fra-athyglisverdum-malthingum-webinar-who-althjodaheilbrigdismalastofnunin/

Hvar eru flestar auglýsingar, hvar er mesta aðgengið og hvar er mesta unglingadrykkjan?

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/hvar-eru-flestar-auglysingar-hvar-er-mesta-adgengid-og-hvar-er-mesta-unglingadrykkjan/

Læknafélag Íslands ályktar

Láttu aðra vita

Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) og Lýðheilsuráð LÍ hafa samþykkt eftirfarandi ályktun:

„LÍ skora á stjórnvöld að láta lýðheilsu vega þyngra en markaðsvæðingu í sölu áfengis á Íslandi.

LÍ áréttar ályktun sína sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 20. október 2023 þar sem skorað er á alþingismenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaða af áfengisneyslu, sem er forgangsverkefni í lýðheilsu Íslendinga. Þar sé stýring á aðgengi að áfengi sterkasta vopnið. Aukið aðgengi að áfengi eins og netverslun og heimsending muni valda enn meiri skaða.“

LÍ áréttar einnig að stjórnvöldum ber að fara eftir þingsályktun um lýðheilsustefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti samhljóða 12. júní 2021. Þar segir m.a. „Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu“ og „Stjórnvöld hafi lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun.“

LÍ telur að eitt af forgangsverkefnum í lýðheilsu landsmanna eigi að vera að minnka skaða af áfengisneyslu.

Samkvæmt kostnaðargreiningu frá árinu 2021 var kostnaður íslensks samfélags vegna áfengisneyslu ríflega 100 milljarðar króna auk annars óáþreifanlegs kostnaðar. Það er álíka mikill kostnaður og ársvelta Landspítalans. Ef aðgengi að áfengi verður aukið hérlendis mun kostnaður vegna áfengisneyslu enn aukast. Samhliða slíkri rýmkun, yrði hún samþykkt, yrði því að gera ráð fyrir enn meiri fjármunum til fræðslu, forvarna og til heilbrigðiskerfisins til að meðhöndla áfengisvanda, sem myndi enn aukast.

LÍ tekur undir með Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni um að halda eigi fast í gagnreynda áfengisstefnu, sem m.a. felst í einkasölu ríkisins á áfengi

LÍ telur að viðhalda eigi einkasölu ríkisins á áfengi í gegnum ÁTVR, sem var stofnað samkvæmt lögum á grundvelli lýðheilsusjónarmiða.

LÍ tekur undir með embætti landlæknis sem hefur kallað eftir því að ekki verði gefið eftir í lýðheilsubaráttunni þar sem:

  1. Aukið aðgengi að áfengi muni auka neyslu og auka sjúkdómsbyrði og þjáningu og
  2. Aukið aðgengi að áfengi muni auka kostnað samfélagsins.

LÍ telur að ef lögfest verði heimild til reksturs innlendrar eða erlendrar netsölu með áfengi í smásölu til neytenda af áfengislager á Íslandi, verði það gríðarleg afturför í lýðheilsumálum á Íslandi.

LÍ skorar á Alþingi að afstýra slíku.“

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/laeknafelag-islands-alyktar/

Það er engin vafi

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-engin-vafi/

Eru Hagkaup hafin yfir íslensk lög?

Láttu aðra vita

„Við héld­um að þá yrðu aðeins 1-2 ár í að það yrði lög­legt að selja áfengi í versl­un­inni. En sá tími er því miður ekki kom­inn,“ seg­ir Sig­urður (Mbl 23/5), sem ætlar samt sem áður að fara að selja áfengi ólöglega.

Er þetta siðferðisstandarinn hjá þessu fyrirtæki?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/eru-hagkaup-hafin-yfir-islensk-log/

Load more