Previous Next

Aðferðir áfengisiðnaðarins til að hafa áhrif á opnibera lýðheilsustefnu

Láttu aðra vita

Athyglisverður fyrirlestur Mark Petticrew.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/adferdir-afengisidnararins-til-ad-hafa-ahrif-a-lydheilsu/

Það er enginn vafi

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-enginn-vafi/

Gleðilegt nýtt ár

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/gledilegt-nytt-ar/

Fjárgróði eða lýðheilsa? Athyglisverð grein

Láttu aðra vita

https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvar-stendur-rikisstjornin-med-fjargrodanum-eda-lydheilsunni

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/fjargrodi-eda-lydheilsa-athyglisverd-grein/

Áfengislög eru skýr

Láttu aðra vita

Löngu tímabært – Lögin eru algerlega skýr, ekki bara þessi ákvæði – Merkilegt að lögreglan láti þetta viðgangast – Smásala áfengis lýtur lögum, það breytir engu hvað þessir aðilar kalla þessa smásölu, hún er kol ólögleg . Áfengislög eru skýr þau má finna hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998075.html

Meira þessu tengt má finna hæer:

Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus

https://www.visir.is/g/20242666708d/kaeri-grimur-grimsson-sakamadur-gengur-laus-?fbclid=IwY2xjawHblb1leHRuA2FlbQIxMQABHXFaHv20G59tofHt52roV6yjpyDc0x3TxHH9e0z7geuLTFxassUwo1w_5g_aem_Gt3kOlBrYGMNDJUqAOrunQ

Ný gögn afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Ráðherraábyrgð og stjórnsýslan

Lýðheilsu og velferðar markmið eða ...

Hvað er erlend netsala  áfengis? Dómur hæstaréttar Svíþjóðar 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengislog-eru-skyr/

Villta vestrið í áfengissölu og notkun nikótínpúða stóreykst

Láttu aðra vita

-Svör framboða til alþingiskosninga 2024 um nikótínpúða og ÁTVR.

Forvarnarsamtökum hafa borist svör við tveimur spurningum sem sendar voru í lok október til framboða sem bjóða fram á landsvísu til Alþingis þann 30. nóvember n.k. Spurningarnar tengjast mikilvægum lýðheilsumálum sem hafa verið áberandi í samfélagsumræðu síðustu mánaða og ára.

Spurt var:

  1. Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi?
  2. Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum?

Þrátt fyrir að þrotlausa vinnu forvarnarsamtaka og fleiri við að halda lýðheilsu á lofti er staðan sú að nikótínpúðanotkun ungmenna hefur stóraukist vegna aðgangshörku markaðsafla og takmarkaðra viðbragða stjórnvalda. Nú notar um þriðji hver ungur karlmaður nikótínpúða daglega, en nikótínnotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska heilans, einkum á þau svæði sem stýra einbeitingu, skapi, hvatastjórnun o.fl.

Þá má líkja sölu áfengis hérlendis við villta vestrið þar sem nú er farið að selja áfengi í smásölu til neytenda í matvöruverslunum í gegnum netsölu, sem forvarnarsamtökin og fleiri telja ólöglega. ÁTVR kærði slíka netsölu til lögreglu fyrir rúmlega fjórum árum, þann 16. júní 2020. Lögreglan hefur ekki afgreitt kæruna með neinum hætti þrátt fyrir eftirrekstur ríkissaksóknaraembættisins. Er slíkt undrunarefni án hliðstæðu.

Þá sendi breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka áskorun til alþingismanna og ráðherra 26. ágúst sl. um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í áskoruninni segir m.a. að „Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi.“ Viðbrögð yfirvalda við áskoruninni hafa verið lítil sem engin.

Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Forvarnarsamtök telja að svör flokkanna sýni samstöðu þeirra um að verja börn og ungmenni gegn nikótíni, en ósamstöðu um áfengissöluna. Mið- og vinstriflokkar vilja ekki leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum vegna lýðheilsu- og samfélagsjónarmiða. Hægri flokkar vilja hins vegar leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum til að auka frelsi í verslun.

Samstaðan um vörn gegn nikótíni gleður, en ósamstaðan um áfengissöluna er forvarnarsamtökum mikið áhyggjuefni.

Hér neðar eru töflur með einfaldri já-nei útgáfu af svörum framboða sem bjóða fram á landsvísu. Píratar og Lýðræðisflokkur svöruðu ekki (ekki innan tímamarkanna 11. nóvember, né yfirhöfuð þegar þessi fréttatilkynning er send).

Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna?

Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/villta-vestrid-i-afengissolu-og-notkun-nikotinpuda-storeykst/

Load more