Previous Next

Umræður um áfengismál á Rás 2 – Ólögleg smásala áfengis

Láttu aðra vita

Árni Guðmundsson og Elías Blöndal Guðjónsson ræða málin

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/umraedur-um-afengismal-a-ras-2-ologleg-smasala-afengis/

Björn Sævar Einarsson um ólöglega áfengissölu Hagkaupa m.m.

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/bjorn-saevar-einarsson-um-ologlega-afengissolu-hagkaupa-m-m/

Ekki í okkar þágu. Bæði ólöglegt og siðlaust.

Láttu aðra vita

Ekki í okkar þágu. Bæði ólöglegt og siðlaust. Eru siðareglur lífeyrissjóðanna okkar bara innihaldslaust orðagjálfur?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ekki-i-okkar-thagu-baedi-ologlegt-og-sidlaust/

Lýðheilsu- og velferðarmarkmið eða …

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/lydheilsu-og-velferdarmarkmid-eda/

Afstýrum lýðheilsuslysi

Láttu aðra vita

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara,
Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag
Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og
vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í
forvörnum:

  • Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að
    grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem
    fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. (sjá að neðan í pdf)
  • Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu
    til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort
    slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú
    steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
  • Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar
    verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og
    reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og
    stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR
    og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu
    tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra
    aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og
    tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka
    framboð á óæskilegum vörum.
  • Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030
    og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.
    (Send til alþingismanna, ráðherra og fjölmiðla 26. ágúst 2024.)

Bréf Heilbrigðisráðherra sjá HÉR

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afstyrum-lydheilsuslysi/

Það er engin lagaleg óvissa

Láttu aðra vita

Árni segir enga lagalega óvissu vera um þetta „nema í hausnum á þeim sem hafa hagsmuni af því að selja áfengi.“

“Ef Hagkaup er illa við verslunarfyrirkomulag í landinu þá eiga þau að beita sér fyrir breytingum á réttum stöðum, þ.e.a.s. í gegnum Alþingi. Það er ákveðin tegund af ofbeldi að taka lögin í sínar hendur. Það er algjörlega fyrir neðan virðingu Hagkaupa. Við getum ekki byggt samfélagið á því að manni finnist eitthvað og svo gerir maður það bara. Mér finnst þeir vera lentir í ógöngum með þetta sem virðulegt fyrirtæki, þeir eru komnir út í móa með allan sinn málatilbúnað og eru sjálfum sér til skammar.“

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-engin-lagaleg-ovissa-2/

Load more