Previous Next

Salvör Kristjana Gissurardóttir hlýtur viðurkenningu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Láttu aðra vita

María B Jónsdóttir, Salvör K Gissurardóttir og Árni Guðmundsson

Fréttatilkynning frá foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir hlýtur viðurkenningu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Síðla sumars á sunnudagsmorgni ákveður Salvör Kristjana Gissurardóttir að bregða sér í gönguferð um ágætt útivistarsvæði í hverfi sínu Grafarvoginum.  Ekki hafði Salvör gengið lengi er hún rekur augun í áfengisauglýsingar á  víð og dreif um svæðið.  Áfengisauglýsingar eru bannaðar með lögum eins og alkunna er og af þeim sökum ákveður hún að taka til sinna ráða og fjarlægja þessar áfengisauglýsingar. Við það varð uppi fótur og fit auglýsingarnar reyndust vera á ábyrgð Golfklúbbs Reykjavíkur og hluti af umgjörð íþróttamóts. Salvöru  er hótað öllu illu og ekki síst að Lögregla verði kölluð til vegna þessara aðgerða hennar. Vandséð var  hvert hlutverk Lögreglunnar ætti að vera annað en það að ganga inn í verk Salvarar og hjálpa til við að fjarlæga þessar auglýsingar. Ekki kom lögreglan enda hefði viðkomandi íþróttafélag orðið sér að algeru atlægi með því. Auglýsingarnar hurfu a.m.k. af útivistarsvæðinu.

Hugtakið borgarleg skylda á óneitanlega við um frumkvæði Salvarar Kristjönu sem er til fyrirmyndar og leiðir jafnframt hugann að því hve lögregluyfirvöld standa sig illa í því að taka á augljósum og margítrekuð brotum.  Þrátt fyrir gríðarlega aukningu áfengisauglýsinga þá hefur ekki fallið dómur vegna brota á 20 gr. áfengislaga síðan 2009?  Í gegnum vef Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum www.foreldrasamtok.is  hafa farið fleiri hundurð ábendingar og kærur um brot til yfirvalda. Af nægu er að taka og undrast Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum þetta eindæma fálæti gegn augljósum brotum.

Meðan að svo er þá er ljóst að það er þörf fyrir frumkvæði í anda borgarlegrar skyldu samsvarandi þeirri og Salvör Kristjana viðhafði síðla sumars og fyrir það vilja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heiðra hana sérstaklega.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/salvor-kristjana-gissurardottir-hlytur-vidurkenningu-foreldrasamtaka-gegn-afengisauglysingum/

Vika 43

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/vika-43-3/

Borgaraleg skylda

Láttu aðra vita

Hugtakið borgarlega skylda á við um frumkvæði Salvarar Kristjönu þegar hún af eigin frumkvæði fjarlægir áfengisauglýsingar af golfvelli. Áfengisauglýsingar eru með öllu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum og auk þess er sérstaklega óviðeigandi að auglýsa áfengi á íþróttavelli. GSÍ segist halda úti öflugu æskulýðsstarfi þó svo að áfengisáróðri sé haldið að ungviðinu sbr áfengisauglýsingar á völlunum.  Í gegnum vef  foreldrasamtakanna berast fjölmargar ábendingar um brot sem samtökin koma undantekningarlaust til lögregluyfirvald í formi ábendinga eða kæru.  Hvað Golfsambandið áhrærir þá eru kærur vegna áfengisauglýsinga á þeirra vegum fjölmargar, bæði í Golfblaðinu og á golfvöllum. Viðbrögð Lögreglu hafa verið lítil sem engin sem merkja má af því að Golfsambandið fer sínu fram að virðist algerlega óáreitt? Einhverjir eru búnir að fá nóg af þessu fálæti og grípa því til borgarlegra skyldu sinnar og koma í veg fyrir augljós lögbrot. Salvör Kristjana er gott dæmi  um slíkt

.

 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/borgaraleg-skylda/

Ritskoðun

Láttu aðra vita

Með Fréttablaðinu í dag kom auglýsingabæklingur frá Hamborgarfarbikkunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá telja Hamborgarfabrikkumenn að augljós og lögvarin réttindi barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður sé ritskoðun? Sorglegt ef viðhorf fyrirtækisins til barna og ungmenna er með þessum hætti?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/ritskodun/

Foreldrasamtök lýsa yfir vonbrigðum

Láttu aðra vita

Ágæti þingmaður

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum harma það að frumvarp ríkistjórnarinnar um breytingar á 20. grein áfengislaga* nái ekki fram að ganga á yfirstandandi þingi eins og nauðsynlegt hefði verið.

Málið varðar einföld og sjálfsögð réttindi barna og unglinga til þess að vera laus við áfengisáróður og eða eins og nú tíðkast augljósa og ómerkilega útúrsnúninga á siðferðilega skýrum núgildandi lögum.

Áfengisauglýsingum fjölgar stöðugt og þeim er markvisst beint að börnum og ungmennum. Lögreglustjóraembættið tekur ekki sem skyldi á þessum brotum, það eru ekki gefnar út kærur, að virðist, þrátt fyrir mýmörg og augljós brot er varða 20.gr núgildandi laga.

Dómskerfið virðist sætta sig við að hið afar smættaða orð “léttöl” , komi einhverstaðar fyrir í örskotsstund eða í illlesanlegum texta í felulitum viðkomandi áfengisauglýsingar.  Er einhverskonar skálkaskjól, án alls samhengis við annað innihald s.s. mynd- og talmál viðkomandi áfengisauglýsingar, svo ekki sé minnst á hina raunverulegu framleiðslu viðkomandi fyrirtækis.

Það er í þessu ljósi sorglegt að ekki tókst að koma í gegn ágætu frumvarpi ríkistjórnarinnar um breytingar á 20.gr áfengislaga, breytinga í þágu augljósra réttinda barna og ungmenna. Ástand eins og það er nú um stundir er ekki boðlegt í siðuð samfélagi,  skeytingarleysi og fálæti til þess bærra aðila hvað varðar síendurtekin og augljós brot ámælisverð.  

Eitt mikilvægasta og merkilegasta viðfangsefni hvers samfélags hverju sinni er velferð æskunnar. Margt hefur áunnist á þeim vettvangi sem betur fer. Frumvarp um breytingar á 20.gr áfengislaga er málefni sem snýst um velferð barna og unglinga og sem slíkt nauðsynlegt að öðlist gildi . Ábyrgð Alþingis er mikil og leitt að jafn mikilvægt málefni og hér um ræðir nái ekki fram að ganga. Það eru Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum  mikil vonbrigði.    

* (136. Áfengislög (skýrara bann við auglýsingum), innanríkisráðherra, 2. umr. var á dagskrá 105. fundar (ekki rætt).

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/foreldrasamtok-lysa-yfir-vonbrigdum/

Burt með áfengisauglýsingar – frumvarp í sænska þinginu

Láttu aðra vita

Frumvarp um áfengisauglýsingar hefur verið lagt  fram í sænska þinginu . Í frumvarpinu kemur fram að herða beri lög um áfengisauglýsingar. Hér verður greint frá nokkrum þeim helstu rökum fyrir breytingunni.

Rannsókn Evrópusambandsins (EU), Alcohol and Health Forum, leiddi í ljós að áfengisauglýsingar hafa áhrif á unglinga. Í ljós kom að þeir unglingar sem eru byrjaðir í neyslu áfengra drykkja auka neyslu sína á áfengi. Einnig eru skýr fylgni milli þess magns áfengisauglýsinga sem ungt fólks horfir á og hversu mikið þeir auka neyslu sína. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur kannað áhrif áfengisauglýsinga á neytendur. Stofnunnin dregur athyglinni sérstaklega að ungu fólki í því samhengi. Það má á engan hátt vanmeta þau áhrif sem áfengisauglýsingar hafa á ungt fólk. Alþjóða heilbrigðisstofnun mælir með banni á auglýsingum áfengis í stefnu sinni.

Sjá nánar: http://www.riksdagen.se/sv/Dokument-Lagar/Forslag/Motioner/Ingen-mer-alkoholreklam_GZ02So662/

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/burt-med-afengisauglysingar-frumvarp-i-saenska-thinginu/

Load more