Síðustu tvo daga höfum við fjallað um flutning vínbúðarinnar á Akureyri úr miðbænum í norðurhluta bæjarins og höfum bæði heyrt í aðstoðarforstjóra ÁTVR sem sagði flutninginn hafa verið nauðsynlega ákvörðun fyrirtækisins því ekki fannst annað hentungra rými í miðbænum. Við heyrðum líka í kaupmanni í miðbænum á Akureyri og bæjarstjóranum sem höfðu af þessu nokkrar áhyggjur og við fengum líka skoðanir hlustenda. Í gær hringdum við í Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðiflokksins sem vildi meina að staðsetning nýrra vínbúða ráðist sannarlega ekki af lýðheilsusjónarmiðum.
Árni Guðmundsson félagsuppeldisfræðingur og formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum var á línunni (tengill í mynd)
Í grein sem formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum ritaði í Vísi 1. mars segir m.a. “Þeir sem hafa farið fremstir í að breiða skipulega út að þessi netsala sé lögleg haga áróðri sínum með svipuðum hætti og tóbaksiðnaðurinn gerði og gerir, hafna gagnreyndri þekkingu, gefa ekkert fyrir vísindi og fresta þess að stýra umræðunni í kraft fjármagns og áhrifa.” ( https://www.visir.is/…/202526…/jon-og-felagar-eru-farnir ) Miðað við grein forstjóra í áfengisbransanum, sem birtist 3. mars, “Af hverju lýgur Alma” þá mætti bæta við smætta, niðra og gera lítið úr fólki sem stendur í vegi fyrir ítrustu sérhagsmunum viðkomandi. Sorglegt fyrst og fremst og undarlegt ef viðkomandi telji svona rugl vera sér til framdráttar.
Heilbrigðisráðherra var í viðtali á Rás 2 í morgun. Þar varaði hún eindregið við breytingum á sölufyrirkomulagi áfengis hérlendis sem væri einn af grunnþáttum þess hve vel hefur tekist í forvörnum, ekki síst hvað varðar börn . Áfengisneysla á Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni sýndi í raun mikilvægi þess fyrirkomulags sem viðkomandi þjóðir búa við. Ráðherra vitnaði í þeim efnum m.a. til nýlegrar skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHOog varaði eindregið við að markaðsöflum væri falin forráð í þessum efnum. Þar helgist markmið fyrst og fremst af viðskiptasjónarmiðum með tilheyrandi auglýsingum og markaðssókn, sem gengur út á að ná sem mestri sölu og eigin ágóða með öllum tiltækum ráðum.
Að gefnu tilefni leggja Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sameiginlega fram eftirfarandi sparnaðarráð í samráðsgátt:
Þann 26. ágúst sl. komu ofangreind félög heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri á framfæri áskorun til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í henni kom m.a. fram:
” Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.”
Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi. Ofangreindir aðilar vilja, að gefnu tilefni, koma því á framfæri að samfélagslegur kostnaður af áfengisneyslu er mikill. Felst hann m.a. í kostnaði vegna heilbrigðis- og félagsþjónustu, í löggæslu og réttargæslukerfi, vegna eigna- og líkamstjóns og í minni framleiðni samfélagsins m.a. vegna dauðsfalla og vinnutaps. Kostnaður og önnur áhrif falla þannig á neytendur, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Sjá má staðreyndir um áhrif áfengisneyslu á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/alcohol Þá er vakin athygli á því að í bréfi WHO til heilbrigðisyfirvalda á Íslandi þann 18. júlí 2023 er tilgreint að evrópska áætlunin um aðgerðir vegna áfengis 2022-2025, sem samþykkt var einróma af öllum 53 aðildarríkjum árið 2022, hvetur aðildarríkin til að forgangsraða aðgerðum til að stjórna framboði áfengis, þar á meðal að huga að því að taka upp ríkisreknar áfengissölur (including considering the provision of state-operated alcohol outlets).
Eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur undirstrikað þá hefur áfengisiðnaðurinn mikla hagsmuni af því að selja áfengi til að hagnast. Áfengisiðnaðurinn beitir sömu aðferðum og tóbaksiðnaðurinn til að koma í veg fyrir eða tefja fyrir reglusetningu stjórnvalda og grafa undan góðri opinberri stefnu. Í nýju skjal frá WHO (nóvember 2024) Empowering public health advocates to navigate alcohol policy challenges – alcohol policy playbook eru teknar saman þær fullyrðingar sem áfengisiðnaðurinn styðst við í sínum málflutningi og gagnrök lýðheilsufólks og stofnana. Þar segir í formála (bls. VI); Áfengisiðnaðurinn heldur röngum upplýsingum á lofti sem hafa haft skaðleg áhrif á þekkingu og vitund almennings. Innan við þriðji hver Evrópubúi veit að áfengisneysla eykur hættu á krabbameini og aðeins 20% kvenna hafa nauðsynlegar upplýsingar til að geta tekið upplýst val um áfengisneyslu. Viðskiptahagsmunir atvinnugreina eins og áfengis- og tóbaksiðnaðarins rekast stöðugt á lýðheilsumarkmið, en við verðum að hefja okkur yfir þær áskoranir. Eins og undirstrikað er í nýlegri skýrslu WHO/EURO um viðskiptaákvarðanir vegna langvinnra sjúkdóma, þá beita atvinnugreinar háþróuðum aðferðum til að móta skynjun almennings, hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun, og jafnvel stöðva pólitísk ferli. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að stefnumótendur, heilbrigðisyfirvöld og talsmenn lýðheilsu fái þau tæki sem þeir þurfa til að fletta ofan af og eyða þessum skaðlegu og röngu upplýsingum. „Misinformation perpetuated by the alcohol industry has contributed to a dangerous gap in public awareness; fewer than one in three Europeans know that alcohol increases cancer risk, and just 20% of women have the information necessary to make informed choices about alcohol consumption. The commercial interests of industries like alcohol and tobacco persistently clash with public health objectives, but we must rise above these challenges. As highlighted in the recent WHO/EURO report on the commercial determinants of noncommunicable diseases, industries employ sophisticated tactics to shape public perception, influence media narratives, and even capture political processes. This underscores the urgency of equipping policymakers, health authorities, and advocates with the tools they need to expose and dismantle these harmful narratives.“
Í sömu skýrslu kemur fram í kafla 1.3.1 (bls.13) að áætlaður samfélagslegur kostnaður áfengisneyslu ef allt er tekið saman nemi um 2.6% af vergri landsframleiðslu (VLF). „There is a substantial and growing body of literature estimating the economic costs to society that are caused by alcohol use. For example, a 2021 PROSPERO-registered systematic review and analysis identified 29 studies focused on the estimation of alcohol’s social cost (73). An analysis aggregating these identified studies from 29 primarily high-income countries showed that, if all harms caused by alcohol were included, the social cost of alcohol use expressed as a percentage of national gross domestic product (GDP) was 2.6%.“
Verg landsframleiðsla (VLF) á Íslandi var 4.321 milljarður árið 2023. Því má ætla að samfélagslegur kostnaður af áfengisneyslu hafi verið rúmir 112 milljarðar króna á Íslandi árið 2023 út frá gögnum WHO. Nákvæm uppreiknuð upphæð er 112.346.000.000. kr.
Samkvæmt úttekt frá desember 2018 er talið að með því að færa áfengissölu frá Systembolaget, ríkissölunni í Svíþjóð, til einkaaðila myndi áfengisneysla þar aukast verulega. Ef salan væri færð til einkarekinna sérverslana mætti gera ráð fyrir því að áfengisneysla ykist um 20,00% á hvern einstakling. Ef salan væri færð inn í matvöruverslanir ykist áfengisneyslan um 31,2% á hvern einstakling. Fyrirkomulag áfengissölu hefur verið mjög svipað hjá Systembolaget í Svíþjóð og hjá ÁTVR á Íslandi og því mætti gera ráð fyrir að sambærileg neysluaukning yrði hér ef einkaaðilar tækju yfir áfengissölu á Íslandi.
Allar rannsóknir sýna að áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og mikinn samfélagslegan kostnaði í för með sér. Þær sýna einnig að öll aukning í sölu áfengis, m.a. vegna aukins aðgengis að áfengi, veldur tilheyrandi aukningu á áfengistengdum skaða og samfélagslegum kostnaði. Það felst því mikill sparnaður í því að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi. Sá sparnaður hleypur á milljörðum króna á ári.
Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldsekt á RÚV vegna birtinga á áfengisauglýsingum. Hér að neðan er tilvísun í ákvörðun Fjölmiðlanefndar í heild. Greinargerðin er vönduð, ígrunduð og vel rökstudd. “Málsvörn” RÚV og Ölgerðarinnar segir allt sem segja þarf og ekki laust við að það hvarfli að Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum að RÚV, öflugast menningarstofnun landsins, geri sér í engu grein fyrir ábyrgð sinni sem slík og ekki síst gagnvart augljósum og lögvörðum réttindum barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður eins og áfengisauglýsingar eru. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja landsmenn til þess að kynna sér ákvörðun Fjölmiðlanefndar en lokaorð ákvörðunarinnar eru þessi:
IV. Ákvörðunarorð Ríkisútvarpið braut gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu auglýsingar fyrir Egils Gull í Ríkissjónvarpinu þann 14. október 2015. Ríkisútvarpið greiði 250.000 kr. í stjórnvaldssekt.
Ég drekk ekki og hef ofnæmi gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Ef ég drekk getur það leitt mig til geðveiki eða dauða. Nei ýki ekki. Ég hef horft á eftir allt of mörgu góðu fólki deyja fyrir aldur fram. Sem betur fer geta flestir stýrt áfengisneyslu sinni sér og öðrum að skaðlausu. Vill sá hópur bæta aðgengi sitt að áfengi? Er það meginástæðan? Keypt mjólk og hvítvín í sömu búð? Ég hef persónulega ekkert á móti áfengi og stend ekki í vínbúðum ÁTVR og mótmæli áfengisneyslu. Sjálfsagt vita þingmenn á bak við þetta frumvarp að áfengi er vímuefni. Hættulegt vímuefni eins kókain, kannabisefni,róandi lyf og svefnlyf svo dæmi sé tekið. Svo kallað “læknadóp” eru lögleg vímuefni eins og áfengi. Það er lyfseðilskylt og fæst einungis í apótekum. Líkt og áfengi í vínbúðum sem er ekki lyfseðilskylt. Ef flestir kunna með áfengi að fara, kunna þá ekki flestir með læknadóp að fara? Eða ólöglegu vímuefnin. Hver er munurinn á að selja áfengi í kjörbúð og svefnlyf? Geta bæði valdið vímu og líkur á misnotkun svipaðar. Ímynda mér það. Af hverju að gera þá áfengi hærra undir höfði? Jú jú ég veit að það er ekkert gaman að skála með pilluboxum! Ef rökin við að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum séu betra aðgengi að vímuefninu þá get ég ekki skilið né fallist á að salan verði leyfð. Börnin okkar. Ég myndi helst vilja að mín börn létu vera að nota áfengi og tóbak. Það er hollast og bætir lýðheilsu þjóðarinnar. Þess vegna væri fróðlegt að vita hversu margir, af þeim sem styðja frumvarpið, myndu vilja að börnin þeirra létu áfengi vera? Þeir sem eru sammála mér vilja samt bæta aðgengi að veigunum?! Fyrir hverja? Ja gæti það fólk verið að hugsa um sig sjálft. Segir svo kannski börnunum sínum að gera aldrei það sama. Minnir á þegar fullorðið fólk var að vara mig sem ungling við skaðsemi tóbaks, og reykti á meðan! Ég veit að ýmislegt sem ég set fram er ekki svona einfalt og fleiri hliðar til. Gott og blessað. Ég mun geta verslað í matinn þó áfengi sé þar til sölu. Snýst ekki um það. Ef bæta á aðgengi að áfengi þá myndi ég vilja slíkt hið sama með önnur lögleg lyf. Ég gæti verið eitthvað spenntur og væri gott að geta keypt sér ró ró í kjörbúðinni. Ekki líku við að jafna? Hvers vegna ekki? Neí ég vil ekki leyfa sölu áfengis né annarra vímuefna í matvöruverslunum. Þó reynslan sýni að fólk bjargi sér með sitt vín þó aðgengi sé ekki auðvelt (sem það er ekki. Vínbúð er eins og hver önnur sérverslun) þá vill ég ekki auðvelda aðgengið. Ergo. Punktur. Þetta eru bara vangaveltur. Kannski er ég bara miðaldra grumpy kalll sem vill engu breyta og veit ekki neitt? Varðandi þetta mál er ég glaður í því hlutskipti. Góðar stundir.
Höfundur: Einar Áskelsson
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengi-er-ekki-matvara-adsend-grein-einar-askelsson/
Dæmi um að haldið sé úti Facebook-síðum fyrir íslenska áfengisdrykki- Höfundur Skúli Halldórsson sh@mbl.is
Undanfarin misseri hefur sífellt meira borið á því að íslenskt áfengi sé auglýst með hjálp Facebook. Svo virðist sem auglýsendur virði þannig að vettugi gildandi áfengislög frá árinu 1998, þar sem í 20. grein segir að hvers konar auglýsingar á áfengi séu bannaðar hér á landi.»Mér þykir undarlegt hve mikið fálæti ríkir í raun gagnvart mjög augljósum brotum,« segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem stofnuð voru árið 2008. »Aðallega er um að ræða brot gegn börnum og ungmennum og þess vegna skýtur skökku við hversu litla athygli þessi mál fá,« segir Árni og bætir við að auglýsendur nýti tækifærið til að vaða ótrauðir áfram.Merkja áfengi ekki sem léttöl»Þeir eru til að mynda löngu hættir að notast við merkingar um léttöl nema í ýtrustu neyð. En þegar það er gert veltir maður því líka fyrir sér að það er verið að eyða mörgum milljónum í að auglýsa eitthvað sem er illfáanlegt þegar á reynir,« segir Árni. Hann vísar þar til 2. greinar reglugerðar um bann við áfengisauglýsingum, þar sem fram kemur að heimilt sé að auglýsa óáfenga drykki sem eru með sama merki og áfengir drykkir, sem er undantekning sem margir nýta sér.»En lögin eru mjög skýr og snúast að okkar mati um réttindi barna og ungmenna til að vera laus við áfengisáróður. Víða í siðuðum löndum hugsar fólk um réttindi æskunnar og því finnst okkur þetta sorgleg þróun hér á landi. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta siðferðisleg spurning. Framleiðendur áfengis verða að búa að ákveðnu siðferði gagnvart markaðssetningu.«Fagna úrskurði nefndarinnarAð lokum bendir hann á að samtökin fagni úrskurði fjölmiðlanefndar sem féll á mánudag, þar sem fyrirtækin DV ehf. og 365 miðlar ehf. voru sektuð fyrir brot gegn banni við auglýsingum á áfengi.»Við fögnum því sérstaklega að nefndin hafi tekið á þessum málum en undrumst á sama tíma að embætti lögreglu og saksóknara sinni þessu jafn fálega og raun ber vitni.«
Þessi vefsíða notar "vafrakökur" til að auðvelda aðgengi að vefnum. Við reiknum með að þú sért sammála því en þú getur afþakkað þáttöku ef þú vilt. Vafraköku stillingarÍ lagi
Vafraköku skilmálar
Vafrakökur
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína við að skoða vefsíðu okkar. Af þessum vefkökum eru vefkökur sem eru taldar nauðsynlegar vistaðar af vafranum þínum og eru til að síðan virki eins og hún þarf. Við notum líka aðrar kökur sem hjálpa okkur að greina og skilja hvernig þú notar vefinn. Þær eru vistaðar aðeins með þínu leyfi. Þú getur skráð þig út úr notkun á þeim vefkökum. Með því að leyfa ekki notkun á sumum þessum vefkökum þá getur þín upplifun af notkun vefsins breyst .
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir þig fyrir til að nota alla eiginleiga síðunnar. Þær gera mögulegt að fylgjast með öryggis ógnum. Þær skrá engar persónulegar upplýsingar.
Þessar vefkökur vista upplýsingar um fjölda heimsókna, fjölda einstakra notenda, hvaða síður hver og einn skoðar og hvaða notandi kemur. Þessar upplýsignar hjálpa okkur til að skilja og greina hve vel síðan virkar og hvað er hægt að lagfæra. Okkar vefsíða sýnir ekki auglýsingar eða skráir vefkökur tengdar auglýsingum.
Virkni: Þetta eru vafrakökur sem hjálpa ákveðinni virkni sem ekki er nauðsynleg á vefsíðu okkar. Þessir virkni fela í sér að fella inn efni eins og myndskeið eða deila efni vefsíðunnar á samfélagsmiðla.
Afkasta vafrakökur eru notaðar til að skilja og greina helstu árangurstölur vefsíðunnar sem hjálpa til við að skila betri notendaupplifun fyrir gestina.
Tölfræði: Þessar vafrakökur vista upplýsingar eins og fjölda heimsókna, fjölda einstakra gesta, hvaða síður eru skoðaðar, hvaðan gesturinn kemur og fleira. Þessar upplýsingar hjálpa okkur að skilja og greina hversu vel vefsíðan stendur sig og hvað þarf að bæta .