Hér hægra megin á síðunni er með einföldum hætti hægt að senda inn ábendingar um brot á banni við áfengisauglýsingum. Formið er einfalt og tilkynning berst viðkomandi lögregluyfirvöldum fljótt og skilmerkilega. Margir hafa notfært sér þetta sem er hið besta mál.
Það er einnig mögulegt að senda okkur ábendingar um brot sem við komum áfram í nafni Foreldrasamtakanna. Það er margir sem notfæra sér þessa leið. Í slíkum tilfellum er hægt að senda ábendingu til okkar í póstfangið foreldrasamtok@foreldrasamtok.is merkt “Ábending”. Æskilegt er að með ábendingum fylgi rafræn gögn s.s. myndir, myndskeið og eða annað sem sýnir brotið sé þess kostur. Í þeim tilfellum sem slíku er ekki að skipta þá nægir að senda okkur lýsingu. Dæmi um slíkt væri: Xx auglýsing í sjónvarps/útvarpsstöðinni x 12 janúar 2011 klukkan xx í þættinum x .
Láttu þig málið varða – láttu vita af augljósum lögbrotum – Með lögum skal land byggja