Hátt í hundrað þátttakendur, einstaklingar, fulltrúar stofanna og sérfræðingar, sátu þann 13 febrúar málþing undir heitinu Lýðheilsa og áfengi-hver vilja kúvenda stefnunni og bjóða hættunni heim? sem haldið var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Að málþinginu stóðu samtökin FRÆ – Fræðsla og forvarnir ásamt Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF- Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Málþingsstjóri var Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. – Upptöku af ráðstefnunni má nálgast með því ýta á myndina hér að neðan .
feb 20
Lýðheilsa og áfengi
Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/lydheilsa-og-afengi-2/