Hagkaup er ekki einhver bílskúrssala úti á Granda. Hagkaup er rótgróið og er…var virðulegt fyrirtæki sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóðanna, þ.e. okkar.
Nú ætla Hagkaup að hefja ólöglega áfengissölu og bera fyrir sig persónulegum og pólitískum skoðunum forsætis – og dómsmálaráðherra í þeim efnum? Hvorugt þeirra hefur lýsti yfir að slíkt athæfi sé löglegt. Þvert á móti
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja landsmenn til þess að sýna hug sinn í verki gangvart svona lögleysu og beina viðskiptum sínum annað. Virðingarleysi og hroki fyrirtækisins gagnvart lögum, opinberum lýðheilsumarkmiðum og vernd barna og ungmenna er fyrirtækinu til skammar.
Það ekki síður sorglegt, siðlaust og einstaklega óviðeigandi að lífeyrisjóðirnir okkar séu viðriðnir þessa brotastarfsemi.
Sýnum hug okkar í verki – Endilega deila þessu innleggi sem víðast