Myndin hér að neðan sýnir í verki ferli á pöntun á norðlenskum bjór í gegnum „erlenda“ netsölu. Og ef þetta væri svona, þá er „erlenda“ netsölu fyrirtækið X óþarfa milliliður. Lang einfaldasta leiðin í þessum kaupum hefði auk þess verið verið að fara bara beint í næstu verslun ÁTVR og kaupa norðlenska ölið þar. Svo ekki sé talað um öll kolefnissporin sem þess út/innflutningur kostar.
Í nýlegum Hæstaréttardómi í Svíþjóð kemur fram að erlend netsala áfengi feli í sér eftirfarandi þætti:
- Áfengið sé selt af erlendu félagi til sænskra neytenda.
- Áfengið sé selt af lager sem sé staðsettur erlendis.
- Áfengið sé flutt inn til Svíþjóðar af óháðum flutningsaðila.
- Erlenda félagið, seljandi áfengisins, sé starfandi félag erlendis þar sem það er með starfsfólk og greiddi skatta.
- Erlenda félagið sé ekki með starfsemi í Svíþjóð.
- Erlenda félagið stundi ekki beina sölustarfsemi í Svíþjóð.
Netverslanir hér á landi sem selja áfengi á íslenskum markaði selja vörur beint af eigin lager/sölustað. Áfengi sem þegar hefur verið flutt til landsins og tollafgreitt. Slík sala er smásala hér á landi. Sama á við um innlenda framleiðslu sem er pöntuð er af framleiðanda í nafni viðkomandi netsölu, flutt á lager/sölustað og seld í nafni viðkomandi netsala sem “erlend” netsala.
