Er ekki löngu komin tími til að taka á þessari ömurlegu vitleysu?

Láttu aðra vita

Mjög mikil fjöldi ungmenna á aldrinum 13- 16 ára sækir félagsmiðstöðvar – Þar fer fram mikið og gott starf. Ungmennin finna sér alls konar verkefni við hæfi eða kíkja bara til að hitta önnur ungmenni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Sjálfsefling og virkni eru leiðarstef í allri starfseminni. Þátttaka í starfinu er þroskandi og reynslan sem þar fæst gott veganesti (menntun) inn í fullorðinsárin.

Flestar félagmiðstöðvar eru virkar á samfélagsmiðlum. Þar eru unglingarnir en þar eru því miður stundum „aðrir“. Unglingar fá engan frið fyrir áfengisbransanum eins og þetta skjáskot sýnir. Á meðan ekkert er gert í ólöglegum áfengisauglýsingum, ólöglegri áfengissölu og „markaðsátaki“ eins hér má sjá, þá er staðan einfaldlega sú að með algeru fálæti yfirvalda er í raun búið að gefa „skotveiðileyfi“ á æsku landsins.

Er ekki löngu komin tími til að taka á þessari ömurlegu vitleysu?

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/er-ekki-longu-komin-timi-til-ad-taka-a-thessari-omurlegu-vitleysu/