Burt með áfengisauglýsingar – frumvarp í sænska þinginu

Láttu aðra vita

Frumvarp um áfengisauglýsingar hefur verið lagt  fram í sænska þinginu . Í frumvarpinu kemur fram að herða beri lög um áfengisauglýsingar. Hér verður greint frá nokkrum þeim helstu rökum fyrir breytingunni.

Rannsókn Evrópusambandsins (EU), Alcohol and Health Forum, leiddi í ljós að áfengisauglýsingar hafa áhrif á unglinga. Í ljós kom að þeir unglingar sem eru byrjaðir í neyslu áfengra drykkja auka neyslu sína á áfengi. Einnig eru skýr fylgni milli þess magns áfengisauglýsinga sem ungt fólks horfir á og hversu mikið þeir auka neyslu sína. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur kannað áhrif áfengisauglýsinga á neytendur. Stofnunnin dregur athyglinni sérstaklega að ungu fólki í því samhengi. Það má á engan hátt vanmeta þau áhrif sem áfengisauglýsingar hafa á ungt fólk. Alþjóða heilbrigðisstofnun mælir með banni á auglýsingum áfengis í stefnu sinni.

Sjá nánar: http://www.riksdagen.se/sv/Dokument-Lagar/Forslag/Motioner/Ingen-mer-alkoholreklam_GZ02So662/

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/burt-med-afengisauglysingar-frumvarp-i-saenska-thinginu/

2 comments

    • Hákon Freyr on 29/01/2014 at 10:14

    Hvað hafið þið á móti tjáningarfrelsi annarra?

    1. Blessaður Hákon
      Ekki neitt – áfengisauglýsingar eru keyptur áróður og hafa lítið með almennt tjáningarfrelsi að gera. Tjáningarfrelsi byggir m.a. á jafnræði og eða jöfnum tækifærum milli ólíkra skoðana og möguleika á því að koma þeim á framfæri því fer fjarri að svo sé hvað þetta málefni varðar. Það eru margir dómar í Hæstarétti sem taka á 73.gr stjórnarskrárinnar m.a. vegna tóbaksauglýsinga, kynþáttafordóma, áfengisauglýsinga o.fl – Í þínu tilfelli má spyrja hvaða rétt hafa áfengissalar/framleiðendur til þess að ota áfengi að börnunum okkar í formi einhliða áfengisáróðurs?

Athugasemdir hafa verið gerðar óvirkar