Ég drekk ekki og hef ofnæmi gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Ef ég drekk getur það leitt mig til geðveiki eða dauða. Nei ýki ekki. Ég hef horft á eftir allt of mörgu góðu fólki deyja fyrir aldur fram. Sem betur fer geta flestir stýrt áfengisneyslu sinni sér og öðrum að skaðlausu. Vill sá hópur bæta aðgengi sitt að áfengi? Er það meginástæðan? Keypt mjólk og hvítvín í sömu búð? Ég hef persónulega ekkert á móti áfengi og stend ekki í vínbúðum ÁTVR og mótmæli áfengisneyslu. Sjálfsagt vita þingmenn á bak við þetta frumvarp að áfengi er vímuefni. Hættulegt vímuefni eins kókain, kannabisefni,róandi lyf og svefnlyf svo dæmi sé tekið. Svo kallað “læknadóp” eru lögleg vímuefni eins og áfengi. Það er lyfseðilskylt og fæst einungis í apótekum. Líkt og áfengi í vínbúðum sem er ekki lyfseðilskylt. Ef flestir kunna með áfengi að fara, kunna þá ekki flestir með læknadóp að fara? Eða ólöglegu vímuefnin. Hver er munurinn á að selja áfengi í kjörbúð og svefnlyf? Geta bæði valdið vímu og líkur á misnotkun svipaðar. Ímynda mér það. Af hverju að gera þá áfengi hærra undir höfði? Jú jú ég veit að það er ekkert gaman að skála með pilluboxum! Ef rökin við að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum séu betra aðgengi að vímuefninu þá get ég ekki skilið né fallist á að salan verði leyfð. Börnin okkar. Ég myndi helst vilja að mín börn létu vera að nota áfengi og tóbak. Það er hollast og bætir lýðheilsu þjóðarinnar. Þess vegna væri fróðlegt að vita hversu margir, af þeim sem styðja frumvarpið, myndu vilja að börnin þeirra létu áfengi vera? Þeir sem eru sammála mér vilja samt bæta aðgengi að veigunum?! Fyrir hverja? Ja gæti það fólk verið að hugsa um sig sjálft. Segir svo kannski börnunum sínum að gera aldrei það sama. Minnir á þegar fullorðið fólk var að vara mig sem ungling við skaðsemi tóbaks, og reykti á meðan! Ég veit að ýmislegt sem ég set fram er ekki svona einfalt og fleiri hliðar til. Gott og blessað. Ég mun geta verslað í matinn þó áfengi sé þar til sölu. Snýst ekki um það. Ef bæta á aðgengi að áfengi þá myndi ég vilja slíkt hið sama með önnur lögleg lyf. Ég gæti verið eitthvað spenntur og væri gott að geta keypt sér ró ró í kjörbúðinni. Ekki líku við að jafna? Hvers vegna ekki? Neí ég vil ekki leyfa sölu áfengis né annarra vímuefna í matvöruverslunum. Þó reynslan sýni að fólk bjargi sér með sitt vín þó aðgengi sé ekki auðvelt (sem það er ekki. Vínbúð er eins og hver önnur sérverslun) þá vill ég ekki auðvelda aðgengið. Ergo. Punktur. Þetta eru bara vangaveltur. Kannski er ég bara miðaldra grumpy kalll sem vill engu breyta og veit ekki neitt? Varðandi þetta mál er ég glaður í því hlutskipti. Góðar stundir.
Höfundur: Einar Áskelsson