Í grein sem formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum ritaði í Vísi 1. mars segir m.a. “Þeir sem hafa farið fremstir í að breiða skipulega út að þessi netsala sé lögleg haga áróðri sínum með svipuðum hætti og tóbaksiðnaðurinn gerði og gerir, hafna gagnreyndri þekkingu, gefa ekkert fyrir vísindi og fresta þess að stýra umræðunni í kraft fjármagns og áhrifa.” ( https://www.visir.is/…/202526…/jon-og-felagar-eru-farnir ) Miðað við grein forstjóra í áfengisbransanum, sem birtist 3. mars, “Af hverju lýgur Alma” þá mætti bæta við smætta, niðra og gera lítið úr fólki sem stendur í vegi fyrir ítrustu sérhagsmunum viðkomandi. Sorglegt fyrst og fremst og undarlegt ef viðkomandi telji svona rugl vera sér til framdráttar.
