Vernd barna og lýðheilsa í fyrsta sæti – Ráðherra heilbrigðismála afar skýr varðandi áfengisstefnu

Láttu aðra vita

Heilbrigðisráðherra var í viðtali á Rás 2 í morgun. Þar varaði hún eindregið við breytingum á sölufyrirkomulagi áfengis hérlendis sem væri einn af grunnþáttum þess hve vel hefur tekist í forvörnum, ekki síst hvað varðar börn . Áfengisneysla á Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni sýndi í raun mikilvægi þess fyrirkomulags sem viðkomandi þjóðir búa við. Ráðherra vitnaði í þeim efnum m.a. til nýlegrar skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO og varaði eindregið við að markaðsöflum væri falin forráð í þessum efnum. Þar helgist markmið fyrst og fremst af viðskiptasjónarmiðum með tilheyrandi auglýsingum og markaðssókn, sem gengur út á að ná sem mestri sölu og eigin ágóða með öllum tiltækum ráðum.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/vernd-barna-og-lydheilsa-i-fyrsta-saeti-radherra-heilbrigdismala-afar-skyr-vardandi-afengisstefnu/