Previous Next

Verum hagsýn í ríkisrekstri – sparnaðarráð frá breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka ofl. í samráðsgátt 21. janúar 2025.

Láttu aðra vita


Að gefnu tilefni leggja
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Félag lýðheilsufræðinga,
Ljósmæðrafélag Íslands,
Læknafélag Íslands,
Sálfræðingafélag Íslands,
Sjúkraliðafélag Íslands,
Félagsráðgjafafélag Íslands,
Lyfjafræðingafélag Íslands,
Iðjuþjálfafélag Íslands,
Þroskaþjálfafélag Íslands,
Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa,
SÁÁ,
Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum,
IOGT á Íslandi og
SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,

sameiginlega fram eftirfarandi sparnaðarráð í samráðsgátt:

Þann 26. ágúst sl. komu ofangreind félög heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri á framfæri
áskorun til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu
áfengis. Í henni kom m.a. fram:


” Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði
meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að
stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um
verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að
skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og
samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr
skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og
tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.”

Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og
markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi.
Ofangreindir aðilar vilja, að gefnu tilefni, koma því á framfæri að samfélagslegur kostnaður af
áfengisneyslu er mikill. Felst hann m.a. í kostnaði vegna heilbrigðis- og félagsþjónustu, í löggæslu og
réttargæslukerfi, vegna eigna- og líkamstjóns og í minni framleiðni samfélagsins m.a. vegna dauðsfalla og vinnutaps. Kostnaður og önnur áhrif falla þannig á neytendur, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Sjá má staðreyndir um áhrif áfengisneyslu á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/alcohol
Þá er vakin athygli á því að í bréfi WHO til heilbrigðisyfirvalda á Íslandi þann 18. júlí 2023 er tilgreint
að evrópska áætlunin um aðgerðir vegna áfengis 2022-2025, sem samþykkt var einróma af öllum 53
aðildarríkjum árið 2022, hvetur aðildarríkin til að forgangsraða aðgerðum til að stjórna framboði
áfengis, þar á meðal að huga að því að taka upp ríkisreknar áfengissölur (including considering the
provision of state-operated alcohol outlets).


Eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur undirstrikað þá hefur áfengisiðnaðurinn mikla
hagsmuni af því að selja áfengi til að hagnast. Áfengisiðnaðurinn beitir sömu aðferðum og
tóbaksiðnaðurinn til að koma í veg fyrir eða tefja fyrir reglusetningu stjórnvalda og grafa undan góðri
opinberri stefnu. Í nýju skjal frá WHO (nóvember 2024) Empowering public health advocates to
navigate alcohol policy challenges – alcohol policy playbook eru teknar saman þær fullyrðingar sem
áfengisiðnaðurinn styðst við í sínum málflutningi og gagnrök lýðheilsufólks og stofnana.
Þar segir í formála (bls. VI); Áfengisiðnaðurinn heldur röngum upplýsingum á lofti sem hafa haft
skaðleg áhrif á þekkingu og vitund almennings. Innan við þriðji hver Evrópubúi veit að áfengisneysla
eykur hættu á krabbameini og aðeins 20% kvenna hafa nauðsynlegar upplýsingar til að geta tekið
upplýst val um áfengisneyslu. Viðskiptahagsmunir atvinnugreina eins og áfengis- og tóbaksiðnaðarins
rekast stöðugt á lýðheilsumarkmið, en við verðum að hefja okkur yfir þær áskoranir. Eins og
undirstrikað er í nýlegri skýrslu WHO/EURO um viðskiptaákvarðanir vegna langvinnra sjúkdóma, þá
beita atvinnugreinar háþróuðum aðferðum til að móta skynjun almennings, hafa áhrif á
fjölmiðlaumfjöllun, og jafnvel stöðva pólitísk ferli. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að
stefnumótendur, heilbrigðisyfirvöld og talsmenn lýðheilsu fái þau tæki sem þeir þurfa til að fletta
ofan af og eyða þessum skaðlegu og röngu upplýsingum.
„Misinformation perpetuated by the alcohol industry has contributed to a dangerous gap in
public awareness; fewer than one in three Europeans know that alcohol increases cancer
risk, and just 20% of women have the information necessary to make informed choices
about alcohol consumption. The commercial interests of industries like alcohol and tobacco
persistently clash with public health objectives, but we must rise above these challenges. As
highlighted in the recent WHO/EURO report on the commercial determinants of
noncommunicable diseases, industries employ sophisticated tactics to shape public
perception, influence media narratives, and even capture political processes. This
underscores the urgency of equipping policymakers, health authorities, and advocates with
the tools they need to expose and dismantle these harmful narratives.“


Í sömu skýrslu kemur fram í kafla 1.3.1 (bls.13) að áætlaður samfélagslegur kostnaður áfengisneyslu
ef allt er tekið saman nemi um 2.6% af vergri landsframleiðslu (VLF).
„There is a substantial and growing body of literature estimating the economic costs to
society that are caused by alcohol use. For example, a 2021 PROSPERO-registered systematic
review and analysis identified 29 studies focused on the estimation of alcohol’s social cost
(73). An analysis aggregating these identified studies from 29 primarily high-income
countries showed that, if all harms caused by alcohol were included, the social cost of
alcohol use expressed as a percentage of national gross domestic product (GDP) was 2.6%.“

Verg landsframleiðsla (VLF) á Íslandi var 4.321 milljarður árið 2023. Því má ætla að samfélagslegur
kostnaður af áfengisneyslu hafi verið rúmir 112 milljarðar króna á Íslandi árið 2023 út frá gögnum
WHO. Nákvæm uppreiknuð upphæð er 112.346.000.000. kr.


Samkvæmt úttekt frá desember 2018 er talið að með því að færa áfengissölu frá Systembolaget,
ríkissölunni í Svíþjóð, til einkaaðila myndi áfengisneysla þar aukast verulega. Ef salan væri færð til
einkarekinna sérverslana mætti gera ráð fyrir því að áfengisneysla ykist um 20,00% á hvern
einstakling. Ef salan væri færð inn í matvöruverslanir ykist áfengisneyslan um 31,2% á hvern
einstakling. Fyrirkomulag áfengissölu hefur verið mjög svipað hjá Systembolaget í Svíþjóð og hjá
ÁTVR á Íslandi og því mætti gera ráð fyrir að sambærileg neysluaukning yrði hér ef einkaaðilar tækju
yfir áfengissölu á Íslandi.


Allar rannsóknir sýna að áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og mikinn samfélagslegan
kostnaði í för með sér. Þær sýna einnig að öll aukning í sölu áfengis, m.a. vegna aukins aðgengis að
áfengi, veldur tilheyrandi aukningu á áfengistengdum skaða og samfélagslegum kostnaði.
Það felst því mikill sparnaður í því að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og
markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi.
Sá sparnaður hleypur á milljörðum króna á ári.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/verum-hagsyn-i-rikisrekstri-sparnadarrad-fra-breidfylkingu-heilbrigdisstetta-forvarnarsamtaka-ofl-i-samradsgatt-21-januar-2025/

Aðferðir áfengisiðnaðarins til að hafa áhrif á opnibera lýðheilsustefnu

Láttu aðra vita

Athyglisverður fyrirlestur Mark Petticrew.

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/adferdir-afengisidnararins-til-ad-hafa-ahrif-a-lydheilsu/

Það er enginn vafi

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/thad-er-enginn-vafi/

Gleðilegt nýtt ár

Láttu aðra vita

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/gledilegt-nytt-ar/

Fjárgróði eða lýðheilsa? Athyglisverð grein

Láttu aðra vita

https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvar-stendur-rikisstjornin-med-fjargrodanum-eda-lydheilsunni

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/fjargrodi-eda-lydheilsa-athyglisverd-grein/

Áfengislög eru skýr

Láttu aðra vita

Löngu tímabært – Lögin eru algerlega skýr, ekki bara þessi ákvæði – Merkilegt að lögreglan láti þetta viðgangast – Smásala áfengis lýtur lögum, það breytir engu hvað þessir aðilar kalla þessa smásölu, hún er kol ólögleg . Áfengislög eru skýr þau má finna hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998075.html

Meira þessu tengt má finna hæer:

Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus

https://www.visir.is/g/20242666708d/kaeri-grimur-grimsson-sakamadur-gengur-laus-?fbclid=IwY2xjawHblb1leHRuA2FlbQIxMQABHXFaHv20G59tofHt52roV6yjpyDc0x3TxHH9e0z7geuLTFxassUwo1w_5g_aem_Gt3kOlBrYGMNDJUqAOrunQ

Ný gögn afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Ráðherraábyrgð og stjórnsýslan

Lýðheilsu og velferðar markmið eða ...

Hvað er erlend netsala  áfengis? Dómur hæstaréttar Svíþjóðar 

Varanlegur hlekkur á þessa grein: https://www.foreldrasamtok.is/afengislog-eru-skyr/

Load more